08.05.2013
Ólöf Kristín umsjónarkennari í 1. og 2. bekk, Olga Gísladóttir, Jónína Kristjánsdóttir ásamt
nemendum í 1. og 2. bekk.
Guðný Ágústsdóttir tók nokkra myndir í skólanum hjá okkur í dag og hægt er að sjá
þær hér.
Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda,
Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefa þessa dagana öllum skólum á landinu endurskinsvesti
til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu.
Þema þessa verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og
á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.
Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af skólastarfi. Til að tryggja öryggi nema meðan á þeim stendur er mikilvægt að þeir
séu vel sýnilegir. Ökumenn sjá einstaklinga með endurskin fimm sinnum fyrr en þá sem eru ekki með neitt.
Vestin eru af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin.
Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring.
Það er von allra sem að verkefninu koma að það verði til þess að auka öryggi barna í umferðinni.