Skóli á grænni grein

"Skólar á grænni grein" er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum 7 skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar þau skref hafa verið tekin fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára. Fyrsta skrefið var stigið í Grunnskóla Fjallabyggðar nú á dögunum þegar stofnaðar voru umhverfisnefndir í bekkjunum. Myndin er frá fyrsta fundi umhverfisnefndarinnar við Norðurgötu.