Skólastarf komið vel af stað

Grunnskóli Fjallabyggðar var settur s.l. mánudag og var um leið tekin í notkun glæsileg nýbygging við skólahúsið í Norðurgötu. Unglingastigið mun því verða við Norðurgötuna í vetur ásamt yngstu nemendunum frá Siglufirði. Í nýbyggingunni er  mötuneyti og verkgreinastofur og munu nemendur því ekki þurfa að fara úr skólanum í verkgreinar né mat. Skólastarfið er nú komið vel af stað á báðum stöðum og eru spennandi vetur framundan hjá okkur hér í skólanum.  Sjá fleiri myndir úr Norðurgötunni hér.