Skólaslit, hreystidagur og bandý/fótbolti

Í morgun fór fram gífurlega spennandi keppni við Tjarnarstíg milli kennara og nemenda í 7. bekk. Keppt var í bandý/fótbolta og eftir strangan og ótrúlega jafnan leik vann 7. bekkur leikinn með naumlegum mun.  8-4 Á morgun þriðjudag er síðasti skóladagurinn á skólaárinu. Hreystiteymi er búið að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá  sem mun fara fram við Tjarnarstíg.   Síðasti akstursdagur skólabíls skv áætlun er í dag. Á þriðjudag verða ferðir vegna Hamagangs á Óló sem hér segir:    Kl. 9.20 frá Siglufirði, Hlíðarvegi og Norðurgötu       kl. 9.40 allir nemendur og starfsmenn skólans mæta við Tjarnarstíg    Kl. 12.30 frá Ólafsfirði   Kl. 13.15 frá ólafsfirði  Miðvikudag er starfsdagur  Fimmtudag er skólaslitadagurinn.    Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Skólarútan fer frá Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni.    Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu.    Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna  8. og 9. bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.