Skólamötuneyti

Í vetur verður boðið upp á skólamötuneyti. Bréf til foreldra fór í póst s.l. fimmtudag. Í því voru upplýsingar um skólabyrjun og aðgangsorð að www.matartorg.is. Hægt er að hefja skráningu nemenda í mat strax.  Gengið hefur verið til samninga við Hótel Brimnes í Ólafsfirði og Allann Siglufirði um framleiðslu á skólamáltíðum. Verð á máltíð er óbreytt kr. 380.