Skólahreystikeppni

Nú í vikunni var  haldin Skólahreystikeppni í Grunnskóla Fjallabyggðar og voru það nemendur á unglinga- og miðstigi sem þreyttu þá keppni. Sigurvegarar í 9. og/eða 10. fá síðan að keppa í Skólahreystikeppninni á Norðurlandi.  Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins.  Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla.  Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum:  Upphífingum (strákar)  Armbeygjum (stelpur) Dýfum (strákar) Hreystigreip (stelpur) Hraðaþraut  (strákar og stelpur) Úrslit úr keppninni verða kynnt hér síðar. Myndir frá keppninni. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólahreysti.