Skólahreysti

  Fyrr í mars tók Grunnskóli Fjallabyggðar þátt í norðurlands undanriðli í Skólahreysti og kepptu eftirfarandi nemendur: Jón Áki Friðbjörnsson og Marín Líf Gautadóttir í hraðaþraut, Sara María Gunnarsdóttir í ambeygjum og hreystigreip Kristinn Freyr Ómarsson í upphífingum og dýfum. Keppendur stóðu sig með stakri prýði og höfnuðu í 5. sæti. Aðrir nemendur á unglingastiginu byrjuðu daginn í skautahöll Akureyrar þar sem þeir spreyttu sig á skautum áður en þeir hvöttu sitt fólk áfram í Skólahreysti.