Skólahreysti

Úrslit Skólahreystis fóru fram í beinni útsendingu á Rúv frá Laugardalshöll sl. fimmtudag. Um fjögurþúsund stuðningsmenn og áhorfendur komu í Höllina og stemningin og fjörið var engu líkt. Nemendur unglingadeildarinnar í Gr. Fjallabyggðar mættu á staðinn og hvöttu áfram sitt lið sem stóð sig með sóma. Tólf skólar kepptu til úrslita. Skólarnir sem kepptu voru: Egilsstaðaskóli,Vallaskóli,Lindaskóli,Laugalækjarskóli,Gr.á Ísafirði,Grundaskóli,Breiðholtsskóli,Holtaskóli,Gr.Fjallabyggðar,Síðuskóli,Varmárskóli og Myllubakkaskóli. Eftir ótrúlega spennandi keppni var það Holtaskóli sem endaði í fyrsta sæti með 53,5 stig en Grunnskóli Fallabyggðar endaði í 11. sæti með 27 stig. Sveinn Andri nemandi úr 10. bekk sendi okkur myndir og hægt er að sjá hluta af þeim hér. Til hamingju með flottan árangur krakkar!