Skíðadagur miðstigs í Skarðinu

Snemma í morgun mætti miðstigið í Siglufjarðarskarð og hélt sinn skíðadag. Veðrið lék við mannskapinn, færið var upp á sitt besta og skemmtu nemendur og kennarar sér vel á skíðum, brettum og þotum til kl eitt í dag. Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá hér.