Skíðadagur

Í dag var skíðadagur hjá yngra stiginu og fór 1. -4. bekkur í Tindaöxl og 5. -7. bekkur í Skarðsdalinn. Veðrið lék við mannskapinn með logni, sól og smá þokulæðing. Leikgleðin réði ríkjum í dag og laðaði fram bros á vör hjá mörgum. Myndir úr Tindaöxl eru komnar inn hér og vonandi berast myndir úr Skarðsdalnum síðar.