Skemmtilegt knattspyrnumót

Sigurliðið
Sigurliðið
Í vikunni fór fram knattspyrnumót hjá 7.-10. bekk.  Það voru nokkrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga sem stóðu fyrir þessum viðburði og var þetta hluti af námi þeirra.  Mótið fór í alla staði vel fram og hart var barist. 

Nemendur völdu sjálfir í liðin og var gaman að sjá að þau voru skipuð þvert á bekki og skipuð jafnt drengjum sem stúlkum.  Úrslit mótsins réðust ekki fyrr en í bráðabana.  Allir keppendur fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna og sigurvegararnir glæsilegan verðlaunagrip.