Skákdagurinn haldinn 26. janúar

Skákdagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í sl. mánudag á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar. Friðrik  tefldi nýlega með Gullaldarliði Íslands á EM landsliða sem haldið var í Laugardalshöll og hefur síðustu árin verið virkur í taflmennsku. í tilefni dagsins sameinuðust Íslendingar um að taka upp taflborðin þjóðhetjunni til heiðurs. Þröstur Þórhallsson stórmeistari komtil okkar og hitti nemendur á unglingastigi og var með skákkennslu og fjöltefli.