- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hér í skólanum í gær 5. apríl. Þar tóku nemendur 7. bekkjar þátt með vönduðum upplestri á bæði textum og ljóðum. Allir nemendur bekkjarins hafa æft upplestur í vetur og hluti þeirra tók þátt í keppninni. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, Sigríði Guðmundsdóttur og Lindu Leu Bogadóttur valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Bergi á Dalvík 27.apríl næstkomandi. Það voru þær Sigurlaug Sturludóttir og Tinna Hjaltadóttir sem voru valdar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Myndir frá keppninni má sjá hér.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880