Samþætting námsgreina

Kennsla í Grunnskóli Fjallabyggðar er skipulögð þannig að hún hæfi öllum nemendum. Nemendur hafa val um verkefni og verkefni eru krefjandi. Verkefni eru heildstæð og samþætt. Allir nemendur taka virkan þátt. Kennsluhættir og vinnubrögð eru fjölbreytt og hæfa verkefnum. Nemendur þjálfast í að vinna sjálfstætt, í samvinnu og að beita fjölbreyttum námsaðferðum.

Sem dæmi voru nemendur í 2.bekk að vinna að þemaverkefni með hafið og hvað býr í hafinu. Þau lásu bækur um hafið, lærðu og sungu Hafið blá hafið og fóru í ævintýraverð í fjöruna með kennurum sínum í leit af því sem býr í hafinu og hvað sé að finna í fjörunni. Þar komu þau tilbaka með skeljar, þara og sand fyrir áframhaldandi verkefni. Þá tóku kennarar sig saman og tengdu verkefnið út frá fleirum námsgreinum eins og samfélagsfræði, lífsleikni, myndmennt og íslensku. Verkefnið endaði í risa veggverki sem nemendur máluðu sjálfir sjóinn og hafið, hönnuðu sína eigin skrautfiska og fugla og límdu á verkið. 

Nemendur læra mest þegar námsþættir eru settir í samhengi við hvern annan. Samþætting kennir þeim einnig fjölbreytni og hvernig þeir geti miðlað efni sínu áfram á skapandi hátt.

Hér má sjá myndir af verkinu: