Samstarf milli 6. bekkjar ÁÁ og 6. bekkjar í Clonakilty

6. bekkur og Ása Árnadóttir eignuðust samstarfsbekk á Írlandi nú í vetur. Samstarfið sem er rétt að hefjast byggir þó á gömlum grunni, sem er jaðrakanaverkefni sem staðið hefur yfir frá árinu 2006 í samvinnu við skóla í Cobh sem reyndar er nágrannabær Clonakilty. Krakkarnir hittust á Skype og svöruðu spurningum vina sinna og báru saman útsýnið úr gluggum skólastofanna. Farið var í fuglaskoðun á báðum stöðum, en á mismunandi tímum því jaðrakanarnir flykkjast frá sínum vetrarslóðum um miðjan apríl og sjást ekki aftur fyrr en að hausti. Þegar til Íslands er komið má sjá fjöldann allan af vaðfuglum á gjöfulum leirum að vorlagi enda eru þær mikilvægt búsvæði fyrir fugla, sérstaklega á fartíma. Á Leirunum á Siglufirði sáust yfir 100 jaðrakanar í vor. Á heimasíðunni um verkefnið http://scoiliosaefnaofa.com/ má lesa meira.