Pennavinir á Írlandi

3. og 4. bekkur fékk í morgun langþráð bréf frá vinum sínum í Scoil Iosaef Naofa í Cobh á Suður Írlandi. 4. bekkur lærir um fugla, aðallega fylgjast þeir með ferðum jaðrakana, en þeir eru einmitt núna að búa sig undir flugið langa til Íslands. Vinabekkur þeirra er nýbúinn að fara í fuglaskoðunarferð og þá sáu þeir fjölda fugla, m.a. um 2000 lóur og nokkur hundruð jaðrakana. Það verður spennandi að fylgjast með því hvenær þeir koma svo til okkar.