Enskukennsla hjá 5. bekk

Samskipti barna í Fjallabyggð og barna í skólanum Scoil Iosaef Naofa á Írlandi hafa staðið frá árinu 2006 og oftast hafa það verið nemendur í 4. bekk sem hafa skrifast á við jafnaldra sína og lært um jaðrakana, lifnaðarhætti þeirra og fylgst með ferðum þeirra á vorin frá Írlandi til Íslands. En í ár er það 5. bekkur sem tekur þátt í þessu verkefni. Fyrstu bréfin frá pennavinum 5. bekkjar á Írlandi bárust nú á dögunum og í morgun byrjuðu krakkarnir á að rýna í textann og var það sumum erfitt því að skriftin þeirra írsku er allt önnur en sú sem íslensk börn hafa lært. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið nánar geta skoðað heimasíðu verkefnisins:  http://scoiliosaefnaofa.com/