Páskar í nánd

Vorfuglarnir eru að tínast til landsins, fyrsti tjaldurinn sást 7. mars, grágæsir og álftir búnar að láta sjá sig. Og nú fyrir helgina komu fyrstu páskaungarnir í heiminn í Grunnskóla Fjallabyggðar. Í morgun (3. apríl) var 2. bekkur GR að föndra og á meðan var ljósmyndari á ferðinni. Það var Tristan Nökkvi sem tók þessa mynd af bekkjarfélaga sínum.