Pakkað inn jólagjöfum í samstarfi við Önnu Hermínu


Nú í desember hefur skólinn verið í samstarfi við Önnu Hermínu Gunnarsdóttur en hún hefur safnað jólagjöfum til að gefa bágstöddum börnum á Íslandi. Það hefur hún gert í 10 ár og leitaði nú eftir samstarfi við skólann þar sem gjafafjöldinn var kominn yfir 50 pakka. Skólinn tók að sér að gera merkispjöld, gjafapappír og síðan að pakka gjöfunum inn. 1.-4. bekkur útbjó falleg merkispjöld, 5. og 6. bekkur málaði gjafapappír og það var síðan á föstudaginn síðastliðinn sem Anna kom í skólahúsið við Tjarnarstíg með gjafirnar og nemendur 7. bekkjar pökkuðu þeim inn og merktu. Pakkarnir fara síðan til Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar sem sjá um að koma þeim á rétta staði. Verkefnið var sérlega skemmtilegt og gefandi og ánægjulegt fyrir nemendur að fá að taka þátt í því.