Osmo

Samfélags- og menningasjóður Siglufjarðar styrkti skólann veglega nú á haustdögunum og hefur styrkurinn verið nýttur til að kaupa færanlegt hljóðkerfi, sýndarveruleikagleraugu og snjallsíma. Í síðustu viku komu svo Osmo tæki sem einnig voru keypt fyrir styrkinn og munu þau nýtast vel á yngsta stiginu. Osmo er margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir Ipad. Verkefnin eru ætluð til að örva t.d. hreyfifærni, rökhugsun, skilningavit og sköpun á fjölbreyttan hátt.