Óhefðbundið skólahald

S.l tvo daga hefur ekki verið skólaakstur og á slíkum dögum er ekki hægt að halda úti hefðbundinni dagskrá. Þá er gert ýmisslegt skemmtilegt til að brjóta upp daginn hjá nemendum. Við Tjarnarstíg í morgun var nemendum í 1.-10. bekk blandað saman hluta af morgninum. Unglingastigið aðstoðaði 3. og 4. bekk við bakstur og miðstigið aðstoðaði 1. og 2. bekk við kremgerð, skreytingu og frágang í eldhúsinu. Íþróttatíminn var síðan sameiginlegur hjá 1.-10. bekk og gátu allir fundið sér eitthvað við hæfi. Myndir sem teknar voru í morgun er hægt að sjá hér.


SÍMANÚMER
464 9150