Norræni loftslagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn var þann 11. nóvember sl.  Í tilefni af honum var ýmislegt gert í skólanum eins og sjá má af þessari frétt af heimasíðu 1. bekkjar á Siglufirði.  Við erum búin að vera að fjalla um það hvað við erum heppin að búa á Íslandi, getum andað að okkur hreinu lofti. Við höfum líka rætt um hvað við þurfum að gera til þess að vernda landið og jörðina okkar. Í dag áttu allir nemendur í neðra húsi saman litla stund þar sem við önduðum að okkur hreinu lofti.