Grænfána flaggað í annað sinn

Grunnskóli Fjallabyggðar flaggaði græna fánanum  í annað sinn. Græni fáninn er liður í alþjóðlegu verkefni þar sem áhersla er lögð á umhverfismennt og að styrkja umhverfisstefnu.lNorðurlandsfundur Landverndar um skóla á grænni grein var einnig  haldin síðastliðin þriðjudag í Grunnskólanum. Um 70-80 manns mætti á fundinn.

Dagskrá fundarins:

  •  Kynning frá Leikskólanum Naustatjörn á Akureyri
  •  Kynning frá Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði
  •  Loftslagsbreytingar, Bjarni E. Guðleifsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands 
  •  Menntun til sjálfbærni, Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur
  •  Um skóla á grænni grein, Orri Páll Jóhannsson verkefnisstjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd