Niðurstöður ytra mats Grunnskóla Fjallabyggðar

Í október 2015 fór fram svokallað „ytra mat“  á Grunnskóla Fjallabyggðar á vegum Menntamálastofnunar. Hingað komu sérfræðingar að sunnan, þær  Þóra Björk Jónsdóttir og Oddný Eyjólfsdóttir, dvöldu hér í 4 daga og töluðu við nemendur, foreldra og kennara og fylgdust með í kennslustundum. 

Markmið ytra mats er m.a. að tryggja að nemendur fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og auka gæði náms og stuðla að umbótum í skólastarfinu.

Í skýrslunni má sjá ýmislegt sem við getum verið stolt af, umhyggja er sýnileg í skólanum og nemendum líður vel og góð samskipti milli kennara og nemenda. 

En skólinn þarf m.a. að vinna markvisst að því að bæta árangur nemenda  og byggja upp metnað til þess í skólasamfélaginu.

Niðurstöður hafa verið kynntar starfsmönnum og foreldrum og á næstunni verða niðurstöður kynntar nemendum. Í framhaldi af kynningum verður stofnuð umbótanefnd sem vinnur að umbótaáætlun sem skilað verður til menntamálaráðuneytisins.  Í nefndinni munu eiga sæti auk skólastjórnenda fulltrúar nemenda, foreldra og starfsmanna skólans.

Skýrsluna má finna hér.