Námsmat

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Með þessu skeyti eru foreldrar upplýstir um breytingar sem hafa orðið og eru framundan á námsmati í anda nýrrar aðalnámskár.

Frá því um áramót hafa kennarar metið nemendur með svonefndu hæfnikorti í Mentor. Á hæfnikorti eru þau hæfniviðmið  sem stefnt er að með námi nemenda í hverri námsgrein. Kennarar merkja inn hvort nemandi hefur náð viðkomandi hæfni eða þarfnast þjálfunar. Ef ekkert er merkt við hæfniviðmiðið táknar það oftast að vinna við það hefur ekki hafist. Foreldrar eru hvattir til að skoða námsmat barna sinna í Mentor.

Þegar foreldrar hafa skráð sig inn á Mentor sjá þeir GRÁAN glugga á skjánum og í honum stendur „Nýtt námsmat“ ef námsmat hefur verið skráð á nemandann sem foreldri hefur ekki skoðað áður. Þegar smellt er á gluggann kemur upp listi yfir þær námsgreinar sem búið er að meta. Smella þarf á hverja námsgrein til að skoða námsmatið. Eins og áður segir er námsmatið í formi orðaðra viðmiða sem stefnt er að með námi nemandans. Smella má á hvert viðmið til að skoða betur hver skráir námsmatið, hvað liturinn (tákn) námsmatsins stendur fyrir og einnig ef athugasemdir hafa verið skráðar. Á þessari slóð er stutt myndband frá Mentor um námsmat: https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8   

Í 1.-7.bekk er notaður matskvarði í fjórum þrepum: Framúrskarandi, hæfni náð, þarfnast þjálfunar, hæfni ekki náð. Í 8.-10.bekk eru hæfnimarkmið/viðmið metin með bókstafaeinkunn A-D.

Á þessari slóð er annað myndband sem sýnir foreldrum hvernig þeir geta sjálfir breytt stillingum sínum á foreldrasíðu Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=oBQvcTvz92Q

Skil á námsmati við skólalok.

Nemendur í 1.-7.bekk fá vitnisburð í formi almennrar umsagnar umsjónarkennara á vitnisburðablaði sem afhent er á skólaslitum. Vísað er til hæfnikorta og verkefnabóka á Mentor. Þar sem vefviðmótið Mentor er í þróun mun í framtíðinni verða unnt að prenta út hæfnikort nemenda.

Nemendur 8.-9.bekkjar fá vitnisburð afhentan á skólaslitum grunnskólans. Vitnisburður er í formi hæfnieinkunna í bókstöfum A-D. Valgreinar eru metnar með bókstafaeinkunnum A-D eftir þar til gerðum kvarða. Nemendur í 10.bekk fá lokaeinkunnir í formi bókstafa A-D út frá matsviðmiðum Aðalnámskrár.

 

Tekið skal fram að námsmat er í þróun og því má búast við að námsmat taki frekari breytingum á næstu skólaárum samhliða því sem vefviðmótið Mentor þróast.