Námskeið skapandi skrif

 

Dagana 18. og 19. maí hélt Þorgrímur Þráinsson námskeið í Skapandi skrifum fyrir nemendur í 5.-7.bekk.
Nemendur gátu valið um það hvort þeir færu á námskeið eða yrðu í skólanum við nám sitt. Um 26 nemendur skelltu sér á námskeiðið og var það haldið á Hótel Sigló tvo morgna í röð.

Vel tókst til og stóðu nemendur sig með prýði, sýndu mikla lipurð og áhuga að sögn Þorgríms.

Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson, eigandi Sigló hótels bauð nemendum upp á þennann viðburð og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Meðfylgjandi eru nokkra myndir sem teknar voru á námskeiðinu.