Mikill lestraráhugi á yngsta stigi

Lestrarátak er hafið í yngstu bekkjum við Grunnskóla Fjallabyggðar. Það er lesið í gríð og erg, á myndinni má sjá börnin sitja og liggja í stiganum framan við skólastofuna, en það er lesið í hverjum króki og kima í skólanum. Sumir nota heyrnarhlífar til þess að truflast ekki við lesturinn. Aðrir láta ekkert á sig fá og sökkva sér ofaní bækurnar.