Frábær fyrirlestur hjá Má Gunnarssyni

Már Gunnarsson sundkappi, Ólympíufari og tónlistarmaður  hélt fyrirlestur fyrir alla nemendur skólans í gær.

Fyrirlestrarnir sem voru í boði Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar tókust mjög vel og fengu góðar viðtökur frá öllum nemendum.

 

Már talaði um það hvernig það er að alast upp með augnsjúkdóm og hvernig það hefur markað hann í lífinu. Hann ræddi líka um tónlistina og íþróttaferilinn og jákvætt viðhorf hans til lífsins.´

 

Í lokin fékk hann unglingana til að taka þátt í TikTok myndbandi með sér og Max og hér má sjá afraksturinn: Myndband

 

Við í Grunnskóla Fjallabyggðar viljum þakka Má fyrir frábæra heimsókn.

Sjá myndir frá heimsókninni hér.