Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær fór Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í Tjarnarborg en þar leiða saman hesta sína fulltrúar úr 7. bekk og keppa í upplestri og framsögn. Keppnin er haldin meðal 7. bekkinga í skólum um allt land og síðan eru svæðiskiptar lokahátíðir. Eftir undankeppni í 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar voru valdir 4 fulltrúar til að etja kappi við nemendur úr Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Stóðu allir 9 upplesararnir sig frábærlega og átti dómnefnd mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð Unnar Björn Elíasson úr Dalvíkurskóla og í öðru sæti varð einnig Dalvíkingur, Ýmir Valsson, í þriðja sæti hafnaði svo Sigríður Alma Axelsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar. Aðrir fulltrúar Fjallabyggðar voru Erla Marý Sigurpálsdóttir, Jódís Jana Helgasóttir, Sölvi Sölvason og Kristinn Freyr Ómarsson, sem var varamaður. Allir þátttakendur fengu bókarverðlaun og blóm og efstu þrjú fengu einnig peningaverðlaun frá Sparisjóðnum.