- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Að vanda var nóg um að vera á lokadögum skólaársins okkar hér í Grunnskóla Fjallabyggðar. Eitt af því sem hefur fest sig í sessi á vordögum er fótboltaleikur 7. bekkjar við starfsfólk skólans sem fór fram þann 31. maí. Mikil barátta var í leiknum sem lauk með því að starfsfólkið sigraði 3-0.
Hér má sjá fleiri myndir frá fótboltaleiknum: Fótbolti 7.b./kennarar
Þann 1. júní var síðan leikja- og útivistardagur hér hjá okkur þar sem nemendur og starfsfólk nutu útiveru á þessum síðasta skóladegi ársins.
Hér má sjá fleiri myndir frá leikja- og útivistardeginum: Útivistardagur að vori
Skóla var síðan slitið þann 3. júní og voru 18 nemendur útskrifaðir frá okkur við það tilefni. Við óskum útskriftarnemendum velfarnaðar í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Við stjórnendur skólans óskum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegs sumars með von um að það verði ykkur öllum gott og endurnærandi.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880