- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Líkt og undanfarin ár tóku nemendur í eldri deild Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í ljóðasamkeppni sem Umf Glói og Ljóðasetur Íslands standa fyrir. Samkeppnin fór fram um miðjan október og samkvæmt venju var ort út frá listaverkum úr listaverkasafni Fjallabyggðar. Nemendur heimsóttu ráðhúsið þar sem komið hafði verið upp sýningu með nokkrum verkum. Eftir að hafa skoðað þau settust nemendur niður og nýttu það sem þeir lásu út úr myndunum sem kveikjur að ljóðum. Alls urðu til rúmlega 60 ljóð með þessum hætti.
Dómnefnd fór síðan yfir afraksturinn.
Þann 15. nóv var síðan komið að verðlaunaafhendingu sem fór fram í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Það var ánægjulegt að vinningshafar komu úr öllum þremur bekkjum deildarinnar. Fengu þeir ljóðabækur og gjafakort á veitingastaði í Fjallabyggð að launum. Vinningshafar voru: Eyjólfur Svavar 8. bekk, Júlíus Rúnar 8. bekk, Christina 9. bekk og Hrannar Snær 10. bekk.
Hér má sjá verðlaunaljóðin:
Landslagið
Fjöllin standa í fjarska,
skýin svífa uppi á bjarta himninum,
grasið grær, fuglar syngja,
endurnar kvaka á spegilsléttu vatninu.
Ég heyri í fuglunum syngja,
ég finn lyktina af grasinu.
Landslagið er það eina sem snertir hjarta mitt.
Náttúran gefur mér kjark.
Framtíðin er ekki björt
Ég rétti fram hönd mína
og tölvugerð kona setti hönd sína í lófa minn.
Höndin var með auga og þegar ég horfði inn í það
sá ég allt sem var að gerast í heiminum,
en einhvern veginn sá ég ekki vandræði mín í heiminum.
„Mun heimurinn endurgreiða mér?“ spurði ég.
„Nei“ heyrðist frá höndinni,
„heimurinn mun ekki endurgreiða þér.“
Framtíðin er ekki björt.
Þögn
Fullkomið landslag,
fjallið skríður,
öldurnar skella,
svo fullkomin þögn.
Blár himinn,
eins og augun þín.
Mjúk skýin
og falleg birtan.
Raunveruleikinn hverfur,
allt er hljótt,
fullkomið landslag,
fullkomin þögn.
Helgarfrí
Litirnir eru út um allt,
líkir nemendum.
Sumir eru glaðir,
aðrir reiðir,
en hinir áhyggjufullir.
Allir eru samt að bíða eftir helgarfríi.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880