Ljóðahátíðin Glóð og dagur íslenskrar náttúru

Föstudagurinn 16. september                                                           Í tilefni af ljóðahátíðinni Glóð sem stendur yfir á Siglufirði 15. -17. september og Degi íslenskrar náttúru, mun Þórarinn Hannesson heimsækja yngri deildir Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Ólafsfirði og lesa eigin ljóð sem tengjast leikjum barna í íslenskri náttúru.   Klukkan 12.30 mun 1. og 2. bekkur á Siglufirði sýna myndir á torginu, í hjarta bæjarins. Myndirnar unnu þau í samfélags- og náttúrufræði og   flytja  Dalvísu eftir náttúrufræðinginn og skáldið Jónas Hallgrímsson.