- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Í gær voru litlu jólin haldin hátíðleg í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Nemendur í 1. - 5. bekk komu saman á sal og dönsuðu í kringum jólatréð. Hljómsveit skipuð Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Mundína Ósk Þorgeirsdóttir, nemendur í 6.bekk, Kristín Ósk nemandi í 5.bekk ásamt Birgittu Þorsteins og Evu Karlottu sem sá um undirleik og heyrst hefur að hljómsveitin hafi slegið í gegn. Stofujól tóku við þar sem nemendur áttu góða stund með bekkjarfélögum sínum og umsjónarkennara.
Nemendur í 6. - 10. bekk sungu jólalög og voru það Guðmann og félagar úr hljómsveitinni Ástarpungunum sem sáu um að halda uppi fjörinu. Eftir dásamlega söngstund voru veitt verðlaun fyrir piparkökuhúsakeppni, Ólympíuhlaupið og Skólahreysti. Stofujól tóku við þar nemendur áttu góða stund með bekkjarfélögum sínum og umsjónarkennara.
Sjá myndir og nánari upplýsingar um verðlaunaafhendinguna hér
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880