- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Litla upplestrarkeppnin hjá 5. bekk var haldin í dag í salnum á Norðurgötunni. Alls tóku 10 nemendur úr bekknum þátt. En þeir lásu allir brot úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir höfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og svo valdi hver nemandi sér eitt ljóð til að flytja fyrir skólann. Allir nemendurnir stóðu sig vel og fengu viðurkenningu fyrir þátttöku. En einn nemandi bar sigur úr býtum og var það hann Óli Björn Þorvaldsson. Við óskum honum til hamingju með árangurinn! Hann fékk bókina Kennarinn sem sneri aftur eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Við þökkum nemendum fyrir þátttökuna og glæsilegan lestur. Vonandi verður þetta hvatning fyrir yngri bekkina að standa sig vel í lestri, en þeir hlustuðu vel og sýndu tillitssemi á keppninni.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880