Línus mínus og 1. bekkur

Krakkarnir í 1. bekk HÓ kynntust á dögunum nýjum vini, honum Línusi mínusi og hafa þau verið að læra vísuna um hann. Línus er óþekktarangi og stelur af fólki. Eins gott að fólk passi upp á dótið sitt þessa dagana! Ef eitthvað hverfur úr stofunni er Línusi mínusi alltaf kennt um, því að hann tekur af eins og mínus stærðfræðinnar gerir. Þarna sjáum við hann með hópnum.