Líf og fjör á skólalóðinni við Tjarnarstíg

Nú má sjá fyrstu ummerki um að framkvæmdir séu að hefjast við Tjarnarstíg. Byrjað er að girða fyrir byggingarframkvæmdirnar og stórar vinnuvélar skreyta nú skólalóðina.  Nemendur fylgjast vel með öllu saman en láta þetta þó ekki trufla sig við sínar eigin framkvæmdir. Nú þegar við höfum svona fínan snjó bygga þau virki í kringum skólalóðina og njóta þess að leika sér í snjónum. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í frímínútunum í morgun. Sjá fleiri myndir í lesa meira.