Leikur að læra

Í gær hófst skólinn á starfsdegi þar sem kennarar tóku þátt í námskeiðinu Leikur að læra. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.  Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými.  

Nemendur mættu svo samkvæmt stundartöflu í morgun og þar með er skólastarfið komið í fastar skorður á nýju ári.