Laust starf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Starfsmaður óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára við Norðurgötu Siglufirði næsta skólaár til að sinna stuðningi við barn með sérþarfir.  Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi.  Vinnutími er frá kl. 13.00 til 16.00.  Ráðningin nær aðeins til starfstíma skóla. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.  Umsóknarfrestur er til 18.ágúst nk.  Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma  844-5819  eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið rikey@fjallaskolar.is