- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar
Grunnskóli Fjallabyggðar leitar að liðsauka í frábæran hóp starfsmanna skólans. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi. Gildi Fræðslustefnu Fjallabyggðar eru: Kraftur – sköpun - lífsgleði.
Grunnskóli Fjallabyggðar er ríflega 200 nemenda skóli með starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn er í samstarfi við Tröppu ráðgjöf ehf. um þróun fjölbreyttra kennsluhátta og innra mats skólans. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/ Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
Kennarastöður: Meðal kennslugreina er hönnun og smíði, almenn kennsla og umsjón á miðstigi (4.-5.b.).
Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2021.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félag grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um tvo umsagnaraðila.
Almenn störf til umsóknar
Umsjón með frístund og lengdri viðveru.
Starfmaður óskast til að taka að sér skipulag Frístundar og lengdrar viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar á skólaárinu 2021-2022. Um er að ræða 50% stöðu eftir hádegi í skólahúsinu á Siglufirði. Starfið felur í sér að skipuleggja hringekju, þar sem starfið er brotið upp í fjölbreyttar stöðvar/valsvæði svo og að sjá um lengda viðveru sem tekur við að hringekju lokinni. Starfsmaður heldur utan um skráningu nemenda ásamt ritara skólans og tekur á móti og stýrir nemendum á þær stöðvar sem þeir eru að fara eftir skóla. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti við börn og fullorðna. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og æskilegt er að hann hafi reynslu af vinnu með börnum.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf 18. ágúst 2021.
Skólaliða vantar til starfa í skólahúsið á Ólafsfirði
Laus er til umsóknar 100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar frá 12. ágúst 2021. Staðsetning skólaliðans er við skólahúsið í Tjarnarstíg í Ólafsfirði. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn. Skólaliði sér um öll almenn þrif, tekur á móti nemendum að morgni, sér um gæslu í frímínútum og hádegishléi, bæði úti og inni og margt fleira.
Upplýsingar um störfin veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030.
Umsóknum um stöðurnar skal skilað ásamt kynningarbréfi og ferilskrá í tölvupósti á netfang Erlu Gunnlaugsdóttir skólastjóra, erlag@fjallaskolar.is. Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 4649150 eða 8652030.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2021
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880