Laus störf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Starfsfólk óskast til að sjá um gæslu skólabarna á aldrinum 6-8 ára að loknum skóladegi þeirra. Vinnutími er eftir hádegi. Ráðningin nær aðeins til starfstíma skólans. Starfsemin fer fram í skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði.

Stuðningsfulltrúa vantar einnig við skólann. Um er að ræða tvö 60% stöðugildi í starfstöðinni Siglufirði. Vinnutími 8.00-13.00. Starfið felur í sér aðstoð við unga nemendur í og utan bekkjar ásamt gæslu í frímínútum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 464-9150, 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is


Skólastjóri