Jólalestrartré

Eins og allir vita er mikið ritunar- og lestrarátak í Fjallabyggð þessar vikurnar. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að hvetja börn til að lesa, þ.á.m. til heimalestrar. Í 1. og 2. bekk eru það límmiðar á jólatré sem er hvatningin. Þessi mynd er tekin á fyrsta degi átaksins. Nú er þetta jólatré hjá 2. bekk á góðri leið með að fyllast af límmiðum enda mikið lesið og skrifað heima.