Jólaföndur

Nú er komið að hinu árlega jólaföndri í skólanum okkar.

Á morgun, þriðjudag 27. nóvember, verður 1. –  3. bekkur að föndra í skólahúsinu við Norðurgötu frá kl. 18:00.  

Á miðvikudaginn  28. nóvember verður 4. – 6. bekkur í skólahúsinu við Tjarnarstíg  frá kl. 18:00.

 7.bekkur mun sjá um kaffisölu á báðum stöðum og er það til styrktar skólaferð þeirra í Reykjaskóla í Hrútafirði en þangað fór bekkurinn nú á haustdögum.