- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Nemendur í 6. - 10. bekk fengu góða heimsókn í dag þegar Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari hélt fyrirlestur um jákvæð samskipti. Í fyrirlestrinum fjallaði hann á skemmtilegan hátt um það hvernig nemendur geta æft sig í samskiptum og því að hafa góð áhrif á samnemendur sína. Nemendur tóku vel á móti Pálmari og voru ánægðir með fyrirlesturinn og hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.
Fyrirlesturinn var í boði foreldrafélagsins og viljum við í lokin minna á að Pálmar heldur fyrirlestur fyrir foreldra í kvöld klukkan 20:00 í sal MTR. Við hvetjum alla til að mæta.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880