Nú lesum við íslenskar bækur

Þessa dagana eru nemendur í 3.-7. bekk að einbeita sér að lestri íslenskra bóka. Nemendur lesa bækur eftir íslenska rithöfunda, gefa bókunum einkunn og vinna verkefni um höfundana og bækurnar. Hluti af vinnunni er svo gerður sýnilegur á veggjum skólans þar sem aðrir nemendur geta fylgst með hvaða bækur er búið að lesa og hvernig stjörnugjöf þær hafa fengið.