Í skógræktinni

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, sem er 16. september fóru nemendur í skólahúsinu við Norðurgötu í skógræktina. Þar biðu þeirra verkefni til að leysa. Börnin lærðu um trjátegundir og árhringi, lærðu um umhverfisvernd og að ganga vel um náttúruna. Tóti kom og las ljóð eftir Jóhann Þorvaldsson, Ómar Ragnarsson og Þórarinn Hannesson. Þetta var fallegur dagur og öllum til ánægju.