Hreystidagur eldri deildar

Það var líf og fjör á hreystidegi eldri deildar skólans sl. þriðjudag.  Nemendur gengu suður að Hóli og tóku þar þátt í Norræna skólahlaupinu.  Stóðu þeir sig mjög vel og skiluðu hátt í þúsund kílómetrum fyrir Íslands hönd.  Hægt var að velja um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km og hlupu margir lengstu vegalengdina.  Að hlaupi loknu var haldið í bæinn og snæddur hádegisverður en eftir hádegið hélt fjörðið áfram því þá var blásið til sundmóts þar sem fulltrúar allra bekkja og kennarar öttu kappi í æsispennandi keppni.  Voru allir þreyttir en sælir og glaðir í lok dags.