12.10.2011
Í gær var haldin hreystidagur og var líf og fjör í allri yngri deildinni á Ólafsfirði. Nemendur nutu sín í snjónum og
sköpuðu ýmsar kynjaverur á skólalóðinni, yljuðu sér í sundlauginni, hlupu um í Tarzanleik og hlupu Norræna
skólahlaupið.
Á unglingastiginu var Norræna skólahlaupið haldið á Siglufirði þriðjudaginn 11. okt. 2011. Alls tóku 84 nemendur af 101 í eldri deild
þátt í hlaupinu. Nemendur hlupu 2,5 km hring um norðurbæinn og máttu þau hlaupa einn-tvo-þrjá eða fjóra hringi.
Nemendurnir 84 hlupu samtals yfir 500 km eða rétt tæplega 6 km að meðaltali. Bekkir skólans kepptu innbyrðis og það var 10.bekkur BRV sem sigraði
með 7,2 km að meðaltali á nemanda. Grétar Áki og Jakob Snær komu fyrstir í mark hjá strákum eftir 10 km og Rebekka Rut var fyrst í
mark hjá stúlkunum eftir 10 km.
Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar eiga mikið hrós skilið fyrir þátttöku sína í hlaupinu.