Hönnunarkeppnin Stíll

S.l. helgi var fóru fjórir stúlkur frá Grunnskólanum suður að taka þátt í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Þar er keppt  í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var náttúran.  
Það voru þær Margrét Reykjalín Þrastardóttir, Anna Día Baldvinsdóttir, Sólveig Lilja Brinks Fróðadóttir og Álfheiður Birta Þorsteinsdóttir sem fóru fyrir hönd skólans ásamt Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur kennara. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel og komust í úrslit með möppuna sína. Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér.