Hönd í hönd

Nemendur á yngra stigi leiddust hönd í hönd þann 21. mars til að minna okkur öll á að vera góð hvert við annað og virða réttindi allra til að vera eins og þeir eru. Krakkarnir fengu fræðslu um Downs heilkenni og komu þau í skólann í mislitum sokkum til að sýna þeim sem eru með Downs stuðning.