Hólmfríður og Sebastían aðalmenn og Erling varamaður

Sebastían, Erling og Hólmfríður
Sebastían, Erling og Hólmfríður

Nemendur 7. bekkjar hafa í vetur æft vandaðan upplestur og framkomu og tóku nokkrir þeirra þátt í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Keppnin var haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg fimmtudaginn  13. apríl kl. 17:30  og var foreldrum og öðrum aðstandendum boðið að koma og horfa á. Tveir fulltrúar bekkjarins voru valdir til þess að taka þátt í lokakeppni í héraði sem fer fram í Hlíðarbæ síðar í mánuðnum en það voru þau Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Sebastían Amor Óskarsson. Erling Þór Ingvarsson var valinn sem varamaður. Sjá fleiri myndir hér fyrir neðan: